Hæ, hæ gaman að sjá þig hér 🙂
Um Sveindísi Jane
Um Sveindísi Jane
Sveindís Jane Jónsdóttir fæddist í Keflavík 5. júní 2001. Hún var 9 ára gömul þegar hún fór á sína fyrstu fótboltaæfingu, grunlaus um þau ævintýri sem biðu hennar á knattspyrnuvellinum – og bíða hennar enn.
Knattspyrnuhæfileikar hennar komu fljótt í ljós og um 13 ára aldur byrjaði hún að æfa með yngri landsliðum Íslands. Hún var aðeins 14 ára þegar hún hóf að spila með meistaraflokki Keflavíkur og 15 ára var hún markahæst í 1. deild með 27 mörk í 19 leikjum og árið 2018 átti hún stóran þátt í að koma Keflavík í efstu deild. Árið 2019 þegar Sveindís var 18 ára var hún lánuð til Breiðabliks og varð deildarmeistari það árið. Sveindís var markahæst í deildinni með 14 mörk auk þess að vera valin leikmaður ársins.
Hæfileikar hennar vöktu athygli utan landsteinanna. Árið 2020 gerði hún samning við þýska stórliðið VfL Wolfsburg. Hún var á láni hjá Kristianstad í eitt ár en fór svo til Wolfsburg og varð þýskur bikar- og deildarmeistari árið 2022. Árið eftir varð hún bikarmeistari með Wolfsburg-liðinu og lék til úrslita í Meistaradeild Evrópu.
„Þegar ég var lítil leit ég upp til kvennanna í íslenska landsliðinu. Nú þegar ég leik með sama liði vonast ég til að árangur minn á knattspyrnuvellinum verði öðrum hvatning. Mig langar til að tileinka þessa bók æskunni og framtíð íslenskrar knattspyrnu.“